Segir þvingunarúrræði lögreglu ómannúðleg og niðurlægjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Mahad mætir til skráningar á lögreglustöðinni við Hlemm á hverjum degi að skipun lögreglu. Fréttablaðið/ERNIR „Það er verið að brjóta mig niður og niðurlægja með þessu,“ segir Mahad Mahamud, sem hefur verið gert að mæta á lögreglustöðina við Hlemm milli klukkan tvö og þrjú á hverjum degi til skráningar. Mahad sem sótti um hæli hér á landi eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Noregi, hefur reynt allar leiðir í stjórnsýslunni hérlendis en umsókn hans verður ekki tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála frá því í apríl síðastliðnum. Samkvæmt ákvörðuninni átti að senda hann aftur til Noregs í síðasta lagi 8. maí síðastliðinn en ekki hefur orðið af brottflutningi. Í síðustu viku var honum birt ákvörðun um daglega skráningu á lögreglustöðinni við Hlemm í fjórtán daga. Um er að ræða þvingunarúrræði samkvæmt útlendingalögum sem heimilt er að beita í tilvikum þegar ætla má að útlendingur komi sér undan framkvæmd ákvörðunar eða sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að hætta geti stafað af honum. „Þeir vita vel hvar ég bý og hafa símanúmerið mitt og alla pappíra. Ég hef aldrei gert neitt af mér og hef hagað mér óaðfinnanlega. Ég skil ekki hvers vegna er komið fram við mig eins og glæpamann Hver er tilgangurinn?“ spyr Mahad. „Ég er nú þegar að niðurlotum kominn andlega eftir allt sem gengið hefur á og nú er enn verið að niðurlægja mig og brjóta mig niður. Það getur ekki verið í samræmi við mannréttindi mín. Mér líður ekki lengur eins og lifandi manneskju,“ segir Mahad og upplifir að það sé verið að spila með sig.„Mér er gert að mæta á stöðina alla daga. Ég mætti á stöðina síðastliðinn laugardag. Þá var enginn við. Allt læst og enginn kom til dyra. Ég hringdi í lögregluna og var sagt að enginn væri við og ég skyldi bara koma á mánudaginn.“ Mahad flúði frá Sómalíu til Noregs 14 ára gamall. Hann fékk ríkisborgararétt þar í landi, menntaði sig og fór að vinna við lífeindafræði og greiningar á Ullevall-sjúkrahúsinu. Hann var sviptur ríkisborgararétti í kjölfar ábendingar um að hann kæmi ekki frá Sómalíu heldur nágrannaríkinu Djíbútí. Mál hans vakti mikla athygli í Noregi þegar það kom upp. Forseti sómalíska þingsins fullyrti í viðtali við norska fjölmiðla að Mahad væri Sómali og yfirlýsinga var aflað frá Djíbútí um að hann væri alls ekki þaðan. Sendiherra Sómalíu í Evrópu lét hafa eftir sér að Norðmenn sýndu Sómalíu virðingarleysi með því að taka skjöl Sómala ekki trúanleg. Mahad missti allt í kjölfarið og mældi göturnar í Noregi en óvissa ríkti um hvert ætti að senda hann vegna viðbragða ríkjanna tveggja; Djíbútí og Sómalíu. Hann furðar sig á því að norsk stjórnvöld vilji nú ólm fá hann sendan til baka enda hafi honum verið vísað úr landi þar. „Það er skiljanlegt að Íslendingar hafi farið frá Noregi fyrr á öldum. Það er eitthvað að þessu ríki,“ segir Mahad og kvíðir því sem tekur við í Noregi. Málarekstri hans er heldur ekki lokið hér á landi enda telur Mahad að hans mál eigi alls ekki að ákvarðast af Dyflinnarreglugerðinni þar sem hún var ekki í gildi þegar hann flúði til Noregs á sínum tíma. Þess vegna verði að taka mál hans til efnismeðferðar hér á landi en ekki vísa honum beint til Noregs. Málareksturinn frestar þó ekki réttaráhrifum brottvísunarinnar og mun lögmaður Mahads reka málið í hans fjarveru. Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. 31. október 2017 08:36 Sagður vera njósnari Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. 10. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Það er verið að brjóta mig niður og niðurlægja með þessu,“ segir Mahad Mahamud, sem hefur verið gert að mæta á lögreglustöðina við Hlemm milli klukkan tvö og þrjú á hverjum degi til skráningar. Mahad sem sótti um hæli hér á landi eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Noregi, hefur reynt allar leiðir í stjórnsýslunni hérlendis en umsókn hans verður ekki tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála frá því í apríl síðastliðnum. Samkvæmt ákvörðuninni átti að senda hann aftur til Noregs í síðasta lagi 8. maí síðastliðinn en ekki hefur orðið af brottflutningi. Í síðustu viku var honum birt ákvörðun um daglega skráningu á lögreglustöðinni við Hlemm í fjórtán daga. Um er að ræða þvingunarúrræði samkvæmt útlendingalögum sem heimilt er að beita í tilvikum þegar ætla má að útlendingur komi sér undan framkvæmd ákvörðunar eða sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að hætta geti stafað af honum. „Þeir vita vel hvar ég bý og hafa símanúmerið mitt og alla pappíra. Ég hef aldrei gert neitt af mér og hef hagað mér óaðfinnanlega. Ég skil ekki hvers vegna er komið fram við mig eins og glæpamann Hver er tilgangurinn?“ spyr Mahad. „Ég er nú þegar að niðurlotum kominn andlega eftir allt sem gengið hefur á og nú er enn verið að niðurlægja mig og brjóta mig niður. Það getur ekki verið í samræmi við mannréttindi mín. Mér líður ekki lengur eins og lifandi manneskju,“ segir Mahad og upplifir að það sé verið að spila með sig.„Mér er gert að mæta á stöðina alla daga. Ég mætti á stöðina síðastliðinn laugardag. Þá var enginn við. Allt læst og enginn kom til dyra. Ég hringdi í lögregluna og var sagt að enginn væri við og ég skyldi bara koma á mánudaginn.“ Mahad flúði frá Sómalíu til Noregs 14 ára gamall. Hann fékk ríkisborgararétt þar í landi, menntaði sig og fór að vinna við lífeindafræði og greiningar á Ullevall-sjúkrahúsinu. Hann var sviptur ríkisborgararétti í kjölfar ábendingar um að hann kæmi ekki frá Sómalíu heldur nágrannaríkinu Djíbútí. Mál hans vakti mikla athygli í Noregi þegar það kom upp. Forseti sómalíska þingsins fullyrti í viðtali við norska fjölmiðla að Mahad væri Sómali og yfirlýsinga var aflað frá Djíbútí um að hann væri alls ekki þaðan. Sendiherra Sómalíu í Evrópu lét hafa eftir sér að Norðmenn sýndu Sómalíu virðingarleysi með því að taka skjöl Sómala ekki trúanleg. Mahad missti allt í kjölfarið og mældi göturnar í Noregi en óvissa ríkti um hvert ætti að senda hann vegna viðbragða ríkjanna tveggja; Djíbútí og Sómalíu. Hann furðar sig á því að norsk stjórnvöld vilji nú ólm fá hann sendan til baka enda hafi honum verið vísað úr landi þar. „Það er skiljanlegt að Íslendingar hafi farið frá Noregi fyrr á öldum. Það er eitthvað að þessu ríki,“ segir Mahad og kvíðir því sem tekur við í Noregi. Málarekstri hans er heldur ekki lokið hér á landi enda telur Mahad að hans mál eigi alls ekki að ákvarðast af Dyflinnarreglugerðinni þar sem hún var ekki í gildi þegar hann flúði til Noregs á sínum tíma. Þess vegna verði að taka mál hans til efnismeðferðar hér á landi en ekki vísa honum beint til Noregs. Málareksturinn frestar þó ekki réttaráhrifum brottvísunarinnar og mun lögmaður Mahads reka málið í hans fjarveru.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. 31. október 2017 08:36 Sagður vera njósnari Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. 10. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. 31. október 2017 08:36
Sagður vera njósnari Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. 10. febrúar 2018 10:00