„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 18:53 Halldór Auðar Svansson vill heldur velja leið þar sem velferð allra barna sé tryggð. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent