Heimta frímiða á leikinn gegn Þýskalandi því um kvennaleik er að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2018 11:15 Stelpurnar komast á HM með sigri á Þýskalandi. Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30
Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30
Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00
Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30