Heimta frímiða á leikinn gegn Þýskalandi því um kvennaleik er að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2018 11:15 Stelpurnar komast á HM með sigri á Þýskalandi. Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30
Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30
Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00
Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30