Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 10:36 Frá kynningu Apple á iPhone X á síðasta ári. vísir/Getty Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum sínum innan Apple en fastlega er gert ráð fyrir að hinar þrjár nýju útgáfur muni allar líkjast iPhone X símanum sem Apple kynnti til leiks á síðasta ári. Í frétt Bloomberg segir að gert séð ráð fyrir að gerð verði „dýr“ útgáfa af iPhone X með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sagðir hafa farið fram og til baka með heiti á símunum Í frétt Bloomberg segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi lent í nokkrum vandræðum með hvað símarnir eigi að heita og farið fram og til baka og breytt fyrirhuguðum heiti símanna aftur og aftur að því er heimildarmenn Bloomberg herma. Yfirleitt hefur Apple gefið nýjum símum sem koma út ári eftir útlitsbreytingu stafinn s, líkt og iPhone 6s sem kom á eftir iPhone 6. Fyrirtækið er því sagt vera að íhuga að gefa tveimur dýrari útgáfum símanna stafinn s þannig að þeir bæru heitið iPhone Xs. Þá er Apple einnig sagt íhuga að hætta notkun á heitinu Plus sem kynnt var til leiks árið 2014 fyrir iPhone síma sem eru með stærri skjái. Bloomberg hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Apple að ekkert hafi verið ákveðið enn með heitin og því gætu þau enn breyst frá því sem nú er áætlað. Apple mun kynna til leiks nýjar vörur í næsta mánuði og auk símanna er fastlega gert ráð fyrir að AirPods heyrnartólin verði uppfærð sem og iPad Pro spjaldtölva Apple. Þá er einnig gert ráð fyrir að AirPower, fyrirhugað þráðlaust hleðslutæki, verði kynnt sem og ný útgáfa af Apple Watch, snjallúri Apple. Apple Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum sínum innan Apple en fastlega er gert ráð fyrir að hinar þrjár nýju útgáfur muni allar líkjast iPhone X símanum sem Apple kynnti til leiks á síðasta ári. Í frétt Bloomberg segir að gert séð ráð fyrir að gerð verði „dýr“ útgáfa af iPhone X með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sagðir hafa farið fram og til baka með heiti á símunum Í frétt Bloomberg segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi lent í nokkrum vandræðum með hvað símarnir eigi að heita og farið fram og til baka og breytt fyrirhuguðum heiti símanna aftur og aftur að því er heimildarmenn Bloomberg herma. Yfirleitt hefur Apple gefið nýjum símum sem koma út ári eftir útlitsbreytingu stafinn s, líkt og iPhone 6s sem kom á eftir iPhone 6. Fyrirtækið er því sagt vera að íhuga að gefa tveimur dýrari útgáfum símanna stafinn s þannig að þeir bæru heitið iPhone Xs. Þá er Apple einnig sagt íhuga að hætta notkun á heitinu Plus sem kynnt var til leiks árið 2014 fyrir iPhone síma sem eru með stærri skjái. Bloomberg hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Apple að ekkert hafi verið ákveðið enn með heitin og því gætu þau enn breyst frá því sem nú er áætlað. Apple mun kynna til leiks nýjar vörur í næsta mánuði og auk símanna er fastlega gert ráð fyrir að AirPods heyrnartólin verði uppfærð sem og iPad Pro spjaldtölva Apple. Þá er einnig gert ráð fyrir að AirPower, fyrirhugað þráðlaust hleðslutæki, verði kynnt sem og ný útgáfa af Apple Watch, snjallúri Apple.
Apple Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent