Fyrirtækið sem átti að bjarga ímynd Sigmundar gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 09:58 Almannatengilinn Viðar Garðasson rak Forystu ehf. Vísir/valli Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30