Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 10:40 Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. Vísir/AP Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018 Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Sjá meira
Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41