Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:23 Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“ Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“
Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36