Viðskipti innlent

Sjávarsýn hagnaðist um 420 milljónir í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson.
Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, hagnaðist um 419 milljónir króna í fyrra samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Félagið tapaði 50 milljónum króna árið 2016 og 333 milljónum árið 2015.

Hrein ávöxtun verðbréfa í eigu félagsins var jákvæð um 216 milljónir króna á síðasta ári og fékk félagið jafnframt greiddan arð að fjárhæð samtals um 191 milljón. Eignir Sjávarsýnar námu ríflega 3.916 milljónum króna í lok síðasta árs, þar sem mestu munaði um eignarhluti í öðrum félögum og skuldabréf og aðrar langtímakröfur, en heildarskuldir voru um 1.270 milljónir. Eigið fé félags- ins var því tæplega 2.647 milljónir króna í árslok 2017.

Sjávarsýn heldur utan um fjárfestingar Bjarna í ýmsum fyrirtækjum. Þannig er félagið meðal annars eigandi að Gasfélag- inu og Ísmar, á 80 prósenta hlut í hreinlætis- félaginu Tandra, 40 prósent í verslunarrisanum S4S og fjórðungshlut í Solo Seafood, eiganda spænska sölufélagsins Icelandic Iberica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×