Tilvistarkreppan í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumar vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira