Handbolti

Grótta fær hornamann frá ÍBV og fleiri virðast á leiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst kvittar undir samninginn.
Ágúst kvittar undir samninginn. mynd/grótta
Grótta í Olís-deild karla heldur áfram að styrkja raðirnar en í dag skrifaði Ágúst Emil Grétarsson undir tveggja ára samning við Seltirninga.

Ágúst Emil er hægri hornamaður sem kemur frá ÍBV þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann var hluti af U20-ára landsliði Íslands í sumar.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Það er áskorun fyrir mig að spila í fyrsta sinn með öðru liði en ÍBV en Grótta er með skemmtilega blöndu af ungum og eldri leikmönnum,” sagði Ágúst og bætti við:

„Eins er Einar þjálfari mjög fær og hef ég fulla trú á því að ég geti bætt mig helling sem leikmaður og að komandi tímabil verði stór skemmtilegt.”

Nokkrar breytingar hafa verið á liði Gróttu í sumar en Einar Jónsson er tekinn við skútunni. Hér neðar í fréttinni má sjá allar breytingarnar sem hafa orðið á liði Gróttu en í tilkynningu frá Gróttu segir að enn frekari frétta sé að vænta á næstu dögum.

Komnir:

Leonharð Þorgeir Harðarsson frá Haukum (á láni)

Alexander Jón Másson frá Val

Jóhann Reynir Gunnlaugsson frá Randers

Sigfús Páll Sigfússon frá Fjölni

Ágúst Emil Grétarsson frá ÍBV

Einar Jónsson þjálfari

Farnir:

Júlíus Þórir Stefánsson í Aftureldingu

Pétur Árni Hauksson í ÍR

Ásmundur Atlason í ÍR

Jóhann Kaldal Jóhannsson í FH

Nökkvi Dan Elliðason í Arendal

Gunnar Valdimar Johnsen í Stjörnuna (úr láni)

Sveinn José Rivera í Val (úr láni)

Sigurvin Jarl Ármannsson í HK

Kári Garðarsson þjálfari




Fleiri fréttir

Sjá meira


×