Metfjöldi greinst með mislinga í Evrópu það sem af er ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Fréttablaðið/Stefán Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira