Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:16 Broidy (t.h.) lék lykilhlutverk í að smala saman fé frá fjársterkum aðilum til að fjármagna forsetaframboð Donalds Trump. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi.
Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00