Harpa líklega ekki með gegn Þýskalandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 11:03 Markahrókurinn Harpa býr sig undir það versta á meðan hún bíður eftir að komast í myndatöku á hné Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Harpa meiddist á hné í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudag. Bera þurfti Hörpu af velli í seinni hálfleik leiks Stjörnunnar og Breiðablik á Laugardalsvelli á föstudag. Blikar unnu leikinn 2-1 og eru bikarmeistarar 2018. Það var strax auðsjáanlegt að meiðsli Hörpu voru alvarleg. Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, sagði eftir leikinn að það væri „ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“' Vísir tók stöðuna á Hörpu í dag og sagðist hún í raun ekkert geta sagt til um alvarleika málsins. Hún sé að bíða eftir því að komast í myndatöku á hnénu, bólgur þurfi að hjaðna aðeins áður en hægt sé að mynda það. Hins vegar sagði Harpa að hver sem niðurstaðan verði í myndatökunni þá sé ljóst að hún sé ekki að fara að spila fótbolta á næstunni, nema að til kraftaverks komi. Stjarnan á fimm leiki eftir í Pepsi deild kvenna og þó það sé enn tölfræðilegur möguleiki á toppsætinu er Stjarnan í raun úr leik í toppbaráttunni, 10 stigum á eftir Þór/KA. Íslenska landsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi á Laugardalsvelli í byrjun september þar sem Ísland getur tryggt sig á lokakeppni HM í fyrsta skipti. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnir leikmannahópinn fyrir þann leik í hádeginu og verður Vísir með beina textalýsingu frá fundinum í Laugardalnum. HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Harpa meiddist á hné í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudag. Bera þurfti Hörpu af velli í seinni hálfleik leiks Stjörnunnar og Breiðablik á Laugardalsvelli á föstudag. Blikar unnu leikinn 2-1 og eru bikarmeistarar 2018. Það var strax auðsjáanlegt að meiðsli Hörpu voru alvarleg. Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, sagði eftir leikinn að það væri „ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“' Vísir tók stöðuna á Hörpu í dag og sagðist hún í raun ekkert geta sagt til um alvarleika málsins. Hún sé að bíða eftir því að komast í myndatöku á hnénu, bólgur þurfi að hjaðna aðeins áður en hægt sé að mynda það. Hins vegar sagði Harpa að hver sem niðurstaðan verði í myndatökunni þá sé ljóst að hún sé ekki að fara að spila fótbolta á næstunni, nema að til kraftaverks komi. Stjarnan á fimm leiki eftir í Pepsi deild kvenna og þó það sé enn tölfræðilegur möguleiki á toppsætinu er Stjarnan í raun úr leik í toppbaráttunni, 10 stigum á eftir Þór/KA. Íslenska landsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi á Laugardalsvelli í byrjun september þar sem Ísland getur tryggt sig á lokakeppni HM í fyrsta skipti. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnir leikmannahópinn fyrir þann leik í hádeginu og verður Vísir með beina textalýsingu frá fundinum í Laugardalnum.
HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira