Breytingar á miðbæ Selfoss samþykktar í íbúakosningu Sighvatur Arnmundarson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Tölvugerð yfirlitsmynd af því hvernig nýi miðbærinn á Selfossi gæti litið út þegar framkvæmdunum er lokið. Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira