Handbolti

Sjö íslensk mörk í sigri Álaborgar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg .
Janus í leik með Álaborg . vísir/getty
Sjö íslensk mörk voru skoruð í Íslendingaslag milli Álaborgar og SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Álaborg hafði betur 29-24 eftir glæsilegan síðari hálfleik en þeir leiddu einungis með einu marki í hálfleik, 15-14.

Ómar Ingi Magnússon kom til Álaborgar í sumar og hann átti góðan leik. Hann skoraði fimm mörk og Janus Daði Smárason bætti við tveimur.

Arnar Birkir Hálfdánarson skaut og skaut en inn vildi boltinn ekki. Hann skaut alls fimm sinnum en náði ekki að skora fyrir SønderjyskE í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Ólafur Gústafsson skoraði tvö mörk er KIF Kolding vann eins marks dramatískan sigur á Lemvig-Thyborøn á útivelli, 31-30.

Oddur Grétarsson skoraði tólf mörk fyrir Balingen sem vann þriggja marka sigur, 32-29, á HSV Hamburg í þýsku B-deildinni. Sjö af mörkum Oddar komu af vítalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×