Coca-Cola kaupir Costa Coffee Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 08:38 Alison Brittain, forstjóri Whitbread, telur að salan muni ýta undir enn frekari vöxt Costa Coffee. Whitbread Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin. Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin.
Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00