Trump stöðvar launahækkanir opinberra starfsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 21:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43