Ferðamenn gista í svefnpokum og hengja föt til þerris í Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 11:53 Frá Leifsstöð upp úr miðnætti í gær. Mynd/Gils Jóhannsson Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira