Missti báðar hendur fyrir tuttugu árum og bíður enn eftir nýjum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2018 10:30 Slysiið átti sér stað árið 1998 þegar Guðmundur var 26 ára. Tuttugu ár eru liðin frá því að Guðmundur Felix Grétarsson missti hendurnar í hræðilegu slysi sem hann lenti í við störf. Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi en í kvöld verður sýnd heimildarmynd um líf hans í Bíó Paradís. Guðmundur bíður eftir því að komast í aðgerð og bíður eftir því að græddar verði á hann nýjar hendur. Til þess þarf einhver að deyja. „Ég vann sem rafveituvirki hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var að vinna við háspennulínu rétt utan við borgarmörkin. Röð af atvikum og misskilningi verður til þess að ég fer upp í ranga línu og í raun og veru brenni af mér hendurnar,“ segir Guðmundur í Íslandi í gær á Stöð 2 í gærkvöldi sem var 26 ára gamall þegar hann missti hendurnar árið 1998. Honum var haldið sofandi í sjö vikur. Kraftaverk er að Guðmundur lifði slysið af en hann fékk í sig ellefu þúsund volt. „Hendurnar stóðu og loguðu og það sem ég man eftir er að mig verkjaði í magann. Það tekur við óttalegt helvíti. Ég man eftir mér þremur mánuðum eftir slysið og var búinn að vera með martraðir meðan þeir halda mér sofandi. Sjokkið kemur þegar maður þarf að fara út í lífið svona.“Hjónabandið þoldi ekki álagið Þegar slysið átti sér stað var Guðmundur ungur maður með konu og tvö börn. „Ég kunni ekkert að díla við það, tók margar óskynsamlegar ákvarðanir og endaði í neyslu og vitleysu,“ segir Guðmundur en hjónabandið þoldi ekki álagið. „Fjögur ár eftir slysið voru mér alveg ofboðslega erfið en árið 2001 sný ég við blaðinu og 2002 fæ ég nýja lifur. Lífið hjá mér byrjar í raun í lok ársins 2002 og þá byrja ég að fóta mig að einhverju viti. Þegar ég kem út af spítalanum er ég á alveg ofboðslega miklum lyfjum eins og morfín og bara mikill kokteill. Þegar þetta er tekið af manni þá byrjar raunveruleiki sem er rosalega erfiður. Ég byrja bara að deyfa mig á annan hátt og var ekki tilbúinn að takast á við þetta.“Svona leit Guðmundur út stuttu eftir slysið þegar sárin höfðu gróið.Árið 2007 hitti Guðmundur lækni sem gaf honum von. „Hann er með fyrirlestur hér í háskólanum um handágreiðslur og að hann hafi grætt andlit á einhverja konu og ég vissi alveg hver þessi maður var, enda hafði ég verið að fylgjast með öllu sem tengdist svona aðgerðum. Ég byrja að leita að honum og hringi á hótel þar til að ég finn hann. Fer svo að hitta hann þar og hann bað mér að útvega sér læknagögnin mín og myndi svara mér með rökstuðningi.“ Í lok ársins 2012 fékk hann póst frá læknateymi þar sem honum var tilkynnt að hann myndi fá nýjar hendur sumarið eftir. Safnaði fjörutíu milljónum „Um haustið árið 2013 fæ ég póst um að læknateymið sé tilbúið að gera þetta, nema þetta kostar fjörutíu milljónir. Þá er ég kominn með svar en átti ekki fjörutíu milljónir. Við höldum því áfram með söfnun og það náðist á rúmlega fjórum mánuðum,“ segir Guðmundur sem fór fljótlega út til Frakklands. Viði tók tímabil þar sem hann fór fram og til baka á biðlista og að lokum færði hann lögheimili sitt til Frakklands árið 2016 eftir að hafa selt íbúð sína. Það gerði hann til að haldast á lista. „Við erum í raun búin að leita síðan og ég er oft spurður hvenær aðgerðin sé, en það þarf alltaf einhver að deyja til að ég fái hendur og hann þarf að fylla ákveðin skilyrði, vera í réttum blóðflokki og það þarf líka að fá samþykki. Þetta kemur allt á endanum en það er bara spurning hvenær.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðmund í heild sinni. Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá því að Guðmundur Felix Grétarsson missti hendurnar í hræðilegu slysi sem hann lenti í við störf. Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi en í kvöld verður sýnd heimildarmynd um líf hans í Bíó Paradís. Guðmundur bíður eftir því að komast í aðgerð og bíður eftir því að græddar verði á hann nýjar hendur. Til þess þarf einhver að deyja. „Ég vann sem rafveituvirki hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var að vinna við háspennulínu rétt utan við borgarmörkin. Röð af atvikum og misskilningi verður til þess að ég fer upp í ranga línu og í raun og veru brenni af mér hendurnar,“ segir Guðmundur í Íslandi í gær á Stöð 2 í gærkvöldi sem var 26 ára gamall þegar hann missti hendurnar árið 1998. Honum var haldið sofandi í sjö vikur. Kraftaverk er að Guðmundur lifði slysið af en hann fékk í sig ellefu þúsund volt. „Hendurnar stóðu og loguðu og það sem ég man eftir er að mig verkjaði í magann. Það tekur við óttalegt helvíti. Ég man eftir mér þremur mánuðum eftir slysið og var búinn að vera með martraðir meðan þeir halda mér sofandi. Sjokkið kemur þegar maður þarf að fara út í lífið svona.“Hjónabandið þoldi ekki álagið Þegar slysið átti sér stað var Guðmundur ungur maður með konu og tvö börn. „Ég kunni ekkert að díla við það, tók margar óskynsamlegar ákvarðanir og endaði í neyslu og vitleysu,“ segir Guðmundur en hjónabandið þoldi ekki álagið. „Fjögur ár eftir slysið voru mér alveg ofboðslega erfið en árið 2001 sný ég við blaðinu og 2002 fæ ég nýja lifur. Lífið hjá mér byrjar í raun í lok ársins 2002 og þá byrja ég að fóta mig að einhverju viti. Þegar ég kem út af spítalanum er ég á alveg ofboðslega miklum lyfjum eins og morfín og bara mikill kokteill. Þegar þetta er tekið af manni þá byrjar raunveruleiki sem er rosalega erfiður. Ég byrja bara að deyfa mig á annan hátt og var ekki tilbúinn að takast á við þetta.“Svona leit Guðmundur út stuttu eftir slysið þegar sárin höfðu gróið.Árið 2007 hitti Guðmundur lækni sem gaf honum von. „Hann er með fyrirlestur hér í háskólanum um handágreiðslur og að hann hafi grætt andlit á einhverja konu og ég vissi alveg hver þessi maður var, enda hafði ég verið að fylgjast með öllu sem tengdist svona aðgerðum. Ég byrja að leita að honum og hringi á hótel þar til að ég finn hann. Fer svo að hitta hann þar og hann bað mér að útvega sér læknagögnin mín og myndi svara mér með rökstuðningi.“ Í lok ársins 2012 fékk hann póst frá læknateymi þar sem honum var tilkynnt að hann myndi fá nýjar hendur sumarið eftir. Safnaði fjörutíu milljónum „Um haustið árið 2013 fæ ég póst um að læknateymið sé tilbúið að gera þetta, nema þetta kostar fjörutíu milljónir. Þá er ég kominn með svar en átti ekki fjörutíu milljónir. Við höldum því áfram með söfnun og það náðist á rúmlega fjórum mánuðum,“ segir Guðmundur sem fór fljótlega út til Frakklands. Viði tók tímabil þar sem hann fór fram og til baka á biðlista og að lokum færði hann lögheimili sitt til Frakklands árið 2016 eftir að hafa selt íbúð sína. Það gerði hann til að haldast á lista. „Við erum í raun búin að leita síðan og ég er oft spurður hvenær aðgerðin sé, en það þarf alltaf einhver að deyja til að ég fái hendur og hann þarf að fylla ákveðin skilyrði, vera í réttum blóðflokki og það þarf líka að fá samþykki. Þetta kemur allt á endanum en það er bara spurning hvenær.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðmund í heild sinni.
Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“