Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Glódís skoraði tvö mörk í síðasta landsleik. Fréttablaðið/Eyþór Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira