Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2018 07:56 Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. Vísir/ap Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52