Tyron Woodley þaggaði niður í gagnrýnisröddum með því að klára Till Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. september 2018 05:39 Woodley kýlir niður Till. Vísir/Getty UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00