Williams tapaði úrslitunum eftir að hafa kallað dómarann þjóf Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2018 22:30 Osaka gat varla fagnað sínum fyrsta risatitli vegna kringumstæðnanna. Vísir/Getty Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt. Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt.
Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira