Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 11:53 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart. Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart.
Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57