Meistararnir byrjuðu á sigri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 09:04 Ajayi fagnar hér öðru af tveimur snertimörkum sínum í nótt. vísir/getty NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag.
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira