Þriggja mánaða þegar Serena komst fyrst í úrslit en mætir nú drottningunni í úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 07:30 Naomi Osaka. Vísir/Getty Serena Williams og Naomi Osaka tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Þetta verður 31. úrslitaleikurinn á risamóti hjá Serenu Williams en sá fyrsti hjá Naomi Osaka. Osaka er meira að segja fyrsta japanska tenniskonan frá upphafi sem kemst í úrslit á risamóti. Naomi Osaka er aðeins tvítug og verður yngsti spilarinn í úrslitum US Open síðan að hin danska Caroline Wozniacki komst þangað nítján ára gömul árið 2009. Þegar Serena Williams komst fyrst í úrslitaleik á risamóti þá var Naomi Osaka aðeins þriggja mánaða gömul.20-year-old Naomi Osaka is the youngest US Open women's finalist since 19-year-old Caroline Wozniacki in 2009. She will face Serena Williams, who made her first Grand Slam appearance when Osaka was 3 months old. pic.twitter.com/jXfDv8lPml — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum á móti hinni lettnesku Anastasija Sevastova og vann örugglega 6-3 og 6-0. Naomi Osaka sló út hina bandarísku Madison Keys 6-2 og 6-4 en Keys átti möguleika á því að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. „Þetta hljómar kannski ekki alltof vel en ég var bara að hugsa: Mig langar svo að mæta Serenu,“ sagði Naomi Osaka um það sem hún var að hugsa í leiknum. En af hverju? „Af því að hún er Serena,“ svaraði Osaka. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að mæta Serenu í úrslitaleik á risamóti,“ sagði Naomi Osaka. Serena Williams hafði ekki náð að klára síðustu tvo undanúrslitaleiki sína á Opna bandaríska mótinu því hún tapaði á móti Roberta Vinci árið 2015 og á móti Karolinu Pliskova árið 2016. Hún missti líka af mótinu í fyrra því hún var þá að eignast dóttur sína Olympia.Serena Williams advances to her 9th US Open final, tied with Chris Evert for most by a woman in the Open Era. She will seek to break a tie with Evert for the most US Open tourney titles in this time when she goes for her 7th on Saturday. pic.twitter.com/mbGdDe7qDQ — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Þetta verður annar úrslitaleikur hennar eftir fæðingu Olympiu en Serena tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í sumar. Nú er hún sigurstrangleg og getur tryggt sér enn einn titilinn aðeins nokkum vikum áður en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt. „Þetta er alveg ótrúlegt. Fyrir einu ári var ég bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu á spítalanum eftir að hafa átt barnið. Ég er því svo þakklát fyrir hvert skipti sem ég stíg út á tennisvöllinn. Það skiptir því engu hvað gerist í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum því mér finnst ég þegar hafa unnið,“ sagði Serena Williams. Serena Williams er nú kominn í sinn níunda úrslitaleik á Opna bandaríska meistaramótinu og jafnar með því met Chris Evert. Hún fær þar tækifæri til að vinna US Open í sjöunda sinn á ferlinum og um leið sitt 24. risamót sem yrði að sjálfsögðu bæting á hennar eigin meti. Tennis Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira
Serena Williams og Naomi Osaka tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Þetta verður 31. úrslitaleikurinn á risamóti hjá Serenu Williams en sá fyrsti hjá Naomi Osaka. Osaka er meira að segja fyrsta japanska tenniskonan frá upphafi sem kemst í úrslit á risamóti. Naomi Osaka er aðeins tvítug og verður yngsti spilarinn í úrslitum US Open síðan að hin danska Caroline Wozniacki komst þangað nítján ára gömul árið 2009. Þegar Serena Williams komst fyrst í úrslitaleik á risamóti þá var Naomi Osaka aðeins þriggja mánaða gömul.20-year-old Naomi Osaka is the youngest US Open women's finalist since 19-year-old Caroline Wozniacki in 2009. She will face Serena Williams, who made her first Grand Slam appearance when Osaka was 3 months old. pic.twitter.com/jXfDv8lPml — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum á móti hinni lettnesku Anastasija Sevastova og vann örugglega 6-3 og 6-0. Naomi Osaka sló út hina bandarísku Madison Keys 6-2 og 6-4 en Keys átti möguleika á því að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. „Þetta hljómar kannski ekki alltof vel en ég var bara að hugsa: Mig langar svo að mæta Serenu,“ sagði Naomi Osaka um það sem hún var að hugsa í leiknum. En af hverju? „Af því að hún er Serena,“ svaraði Osaka. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að mæta Serenu í úrslitaleik á risamóti,“ sagði Naomi Osaka. Serena Williams hafði ekki náð að klára síðustu tvo undanúrslitaleiki sína á Opna bandaríska mótinu því hún tapaði á móti Roberta Vinci árið 2015 og á móti Karolinu Pliskova árið 2016. Hún missti líka af mótinu í fyrra því hún var þá að eignast dóttur sína Olympia.Serena Williams advances to her 9th US Open final, tied with Chris Evert for most by a woman in the Open Era. She will seek to break a tie with Evert for the most US Open tourney titles in this time when she goes for her 7th on Saturday. pic.twitter.com/mbGdDe7qDQ — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Þetta verður annar úrslitaleikur hennar eftir fæðingu Olympiu en Serena tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í sumar. Nú er hún sigurstrangleg og getur tryggt sér enn einn titilinn aðeins nokkum vikum áður en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt. „Þetta er alveg ótrúlegt. Fyrir einu ári var ég bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu á spítalanum eftir að hafa átt barnið. Ég er því svo þakklát fyrir hvert skipti sem ég stíg út á tennisvöllinn. Það skiptir því engu hvað gerist í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum því mér finnst ég þegar hafa unnið,“ sagði Serena Williams. Serena Williams er nú kominn í sinn níunda úrslitaleik á Opna bandaríska meistaramótinu og jafnar með því met Chris Evert. Hún fær þar tækifæri til að vinna US Open í sjöunda sinn á ferlinum og um leið sitt 24. risamót sem yrði að sjálfsögðu bæting á hennar eigin meti.
Tennis Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira