Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. september 2018 20:30 Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira