Sölumaður, námsmaður, futsal markvörður og internet stjarna í liði Dana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 10:00 Byrjunarlið danska landsliðsins í gær. Vísir/EPA Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira