Djokovic vann Federer-banann og er kominn í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Novak Djokovic fagnar sigri og þakkar John Millman fyrir leikinn. Vísir/Getty Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium. Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Sjá meira
Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium.
Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Sjá meira
Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30
Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30
Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30