Guðlaugur Victor: Hef lagt hart að mér að komast aftur í þennan hóp Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2018 19:15 S2 Sport Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira