Ókláraðar þotur hrannast upp hjá Boeing Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 11:28 Gríðarleg eftirspurn er eftir Boeing 737 MAX flugvélunum. Vísir/Getty Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent