Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 10:00 Eric Hamrén ræddi heima og geima við Gumma Ben. vísir/arnar halldórsson Svíinn Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn á laugardaginn þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Hamrén, strákarnir og starfsliðið mættust í Schrun í Austurríki á mánudaginn þar sem að hópurinn æfir fram á fimmtudagin en þá verður haldið yfir til St. Gallen í Sviss þar sem að leikurinn fer fram. Hamrén er ánægður með allt hingað til. „Starfsliðið er mjög gott. Það er með mikla reynslu og hefur mikla þekkingu. Ég er ánægður með það. Ég þekkti leikmennina betur áður en ég kom og þeir hafa ekki komið mér mikið á óvart. Þeir eru góðir og ég er sáttur fyrir utan öll meiðslin,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson á sundlaugabakkanum sem má sjá neðst í fréttinni. Íslenska liðið hefur verið ævintýralega heppið með meiðsli undanfarin ár en Hamrén nýtur ekki góðs af því. Hann verður án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, markahróksins Alfreðs Finnbogasonar og vængmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og þá eru fimm leikmenn ekki að æfa með hópnum vegna meiðsla. Býst hann við að geta notað alla á laugardaginn? „Ég vona það. Við þurfum að sjá til á næstu dögum. Við pössuðum betur upp á Jón Daða því honum var illt í maganum í síðustu viku. Við tökum þessu því rólega með hann. Vonandi verða allir klárir í slaginn á laugardaginn en ég veit bara ekki stöðuna núna,“ segir Hamrén. „Ég hef engar áhyggjur því þeir sem hafa ekki verið að spila mikið vegna meiðsla að undanförnu eru reynslumiklir. Þeir geta nýtt reynsluna í þessum leikjum en til lengri tíma litið er þetta ekki gott.“Strákarnir æfa í Schruns fram að leik.mynd/ksíRosalegur árangur Íslenska liðið hefur vakið athygli með stórum úrslitum á undanförnum árum og vonast Hamrén eftir því að leikmennirnir sýni sama hugarfar og þeir hafa gert á vegferð sinni upp fótboltafjallið. „Vonandi getum við sýnt sama hugarfar og Ísland hefur sýnt í langan tíma. Ísland hefur farið í leiki til að vinna þá og vinna saman sem lið. Við eigum fyrir höndum rosalega erfiða mótherja í Sviss og Belgíu. Þegar litið er raunhæft á þetta ættum við að enda í þriðja sæti,“ segir Hamrén. „En, Ísland hefur sýnt áður að það vill reyna að vinna svona leiki. Svo er bara að sjá til hvort það tekst. Markmiðið okkar er að ná í eins mörg stig og hægt er. Þetta er áhugavert mót að mínu mati en ég fengi ég að velja hefði ég byrjað á tveimur vináttuleikjum til að prófa ýmsa hluti,“ segir hann. Það er alltaf erfitt að taka við af sigursælum mönnum og hvað þá að taka við af Heimi Hallgrímssyni sem ásamt Lars Lagerbäck kom Íslandi á EM og gerði svo enn betur sjálfur og kom liðinu á HM í fyrsta sinn. „Sumir hafa sagt við mig að það sé galin hugmynd að taka við þessu liði núna. Árangurinn hefur verið rosalegur. Þetta er mikil áskorun en ég elska það. Ég er á því að ef við verðum heppnari með meiðsli en núna getum við þróað liðið meira. Það er minn metnaður en við þurfum á okkar bestu leikmönnum að halda,“ segir Hamrén.Eric Hamrén stýrði sænska landsliðinu með ágætum árnagri áður en að hann tók við Íslandi.vísir/gettyGæti spilað 3-5-2 Ísland hefur verið þekkt fyrir að spila 4-4-2 eftir sænska módelinu sem Lars Lagerbäck kom með til Íslands. Guðmundur spyr Hamrén hvort hann haldi sig við hið sænska 4-4-2? „Það má nú kalla þetta hefðbundið íslenskt 4-4-2 í dag,“ segir Hamrén og hlær. „Þið hafið spilað það kerfi rosalega vel. Eins og ég sagði á fyrsta blaðamannafundi ætla ég ekki að breyta öllu yfir nótt. Grunnurinn frá Heimi og Lars er frábær að mínu mati. Metnaður minn er bara að þróa liðið áfram og bæta góðu hlutina. Við byrjum á 4-4-2 eða 4-4-1-1 í fyrsta leik,“ segir Svíinn en bætir við: „Ég hef líka áhuga á að spila með þriggja manna miðvarðalínu því við erum með mikið af miðvörðum en færri bakverði. Það er eitthvað sem ég er að hugsa núna. Ég vil ekki byrja á því núna samt.“ Hamrén vill koma Íslandi á EM 2020. Það er stóri draumurinn. Það verður erfitt, sérstaklega ef meiðslin halda áfram að hrannast upp. „Draumur minn núna er að komast á þriðja stórmótið á röð og komast á EM 2020. Það er líka það sem að íslenska sambandið vill. Við vitum að þetta verður erfitt. Stærri þjóðir en Ísland hafa átt í vandræðum með að komast á stórmót undanfarið en ég held að við getum það,“ segir Hamrén.Það er fallegt í Schruns á þessum árstíma.mynd/ksíKeppt við gullkynslóðina Íslenska liðið er orðið ansi gamalt en yngri menn eru farnir að banka laust á dyrnar. Því miður fyrir Hamrén fékk hann enga vináttuleiki til að gefa ungum puttum séns en þeir munu fá sín tækifæri. Aðalatriðið er að vera nógu góður til að spila fyrir Ísland. „Það er gott fyrir landslið þegar að yngri menn koma upp en minni lið eins og Ísland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð fá ekki menn jafnhratt upp til að fylla í stöðurnar. Stundum koma upp góðir árgangar en svo koma kannski nokkur ár þar sem minna gerist. Þetta er eitthvað sem að við þurfum að sætta okkur við,“ segir Hamrén. „Það skiptir mig engu máli hvort að leikmaður sé 37 ára eða 17 ára ef hann er nógu góður. Ef við hefðum fengið vináttuleiki fyrst hefðum við kannski prófað einhverja unga leikmenn. Þessir ungu strákar þurfa samt líka að vera að spila reglulega og standa sig vel. Þessir strákar eru að berjast um sæti við gullkynslóðina,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. 3. september 2018 20:15 Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Svíinn Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn á laugardaginn þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Hamrén, strákarnir og starfsliðið mættust í Schrun í Austurríki á mánudaginn þar sem að hópurinn æfir fram á fimmtudagin en þá verður haldið yfir til St. Gallen í Sviss þar sem að leikurinn fer fram. Hamrén er ánægður með allt hingað til. „Starfsliðið er mjög gott. Það er með mikla reynslu og hefur mikla þekkingu. Ég er ánægður með það. Ég þekkti leikmennina betur áður en ég kom og þeir hafa ekki komið mér mikið á óvart. Þeir eru góðir og ég er sáttur fyrir utan öll meiðslin,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson á sundlaugabakkanum sem má sjá neðst í fréttinni. Íslenska liðið hefur verið ævintýralega heppið með meiðsli undanfarin ár en Hamrén nýtur ekki góðs af því. Hann verður án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, markahróksins Alfreðs Finnbogasonar og vængmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og þá eru fimm leikmenn ekki að æfa með hópnum vegna meiðsla. Býst hann við að geta notað alla á laugardaginn? „Ég vona það. Við þurfum að sjá til á næstu dögum. Við pössuðum betur upp á Jón Daða því honum var illt í maganum í síðustu viku. Við tökum þessu því rólega með hann. Vonandi verða allir klárir í slaginn á laugardaginn en ég veit bara ekki stöðuna núna,“ segir Hamrén. „Ég hef engar áhyggjur því þeir sem hafa ekki verið að spila mikið vegna meiðsla að undanförnu eru reynslumiklir. Þeir geta nýtt reynsluna í þessum leikjum en til lengri tíma litið er þetta ekki gott.“Strákarnir æfa í Schruns fram að leik.mynd/ksíRosalegur árangur Íslenska liðið hefur vakið athygli með stórum úrslitum á undanförnum árum og vonast Hamrén eftir því að leikmennirnir sýni sama hugarfar og þeir hafa gert á vegferð sinni upp fótboltafjallið. „Vonandi getum við sýnt sama hugarfar og Ísland hefur sýnt í langan tíma. Ísland hefur farið í leiki til að vinna þá og vinna saman sem lið. Við eigum fyrir höndum rosalega erfiða mótherja í Sviss og Belgíu. Þegar litið er raunhæft á þetta ættum við að enda í þriðja sæti,“ segir Hamrén. „En, Ísland hefur sýnt áður að það vill reyna að vinna svona leiki. Svo er bara að sjá til hvort það tekst. Markmiðið okkar er að ná í eins mörg stig og hægt er. Þetta er áhugavert mót að mínu mati en ég fengi ég að velja hefði ég byrjað á tveimur vináttuleikjum til að prófa ýmsa hluti,“ segir hann. Það er alltaf erfitt að taka við af sigursælum mönnum og hvað þá að taka við af Heimi Hallgrímssyni sem ásamt Lars Lagerbäck kom Íslandi á EM og gerði svo enn betur sjálfur og kom liðinu á HM í fyrsta sinn. „Sumir hafa sagt við mig að það sé galin hugmynd að taka við þessu liði núna. Árangurinn hefur verið rosalegur. Þetta er mikil áskorun en ég elska það. Ég er á því að ef við verðum heppnari með meiðsli en núna getum við þróað liðið meira. Það er minn metnaður en við þurfum á okkar bestu leikmönnum að halda,“ segir Hamrén.Eric Hamrén stýrði sænska landsliðinu með ágætum árnagri áður en að hann tók við Íslandi.vísir/gettyGæti spilað 3-5-2 Ísland hefur verið þekkt fyrir að spila 4-4-2 eftir sænska módelinu sem Lars Lagerbäck kom með til Íslands. Guðmundur spyr Hamrén hvort hann haldi sig við hið sænska 4-4-2? „Það má nú kalla þetta hefðbundið íslenskt 4-4-2 í dag,“ segir Hamrén og hlær. „Þið hafið spilað það kerfi rosalega vel. Eins og ég sagði á fyrsta blaðamannafundi ætla ég ekki að breyta öllu yfir nótt. Grunnurinn frá Heimi og Lars er frábær að mínu mati. Metnaður minn er bara að þróa liðið áfram og bæta góðu hlutina. Við byrjum á 4-4-2 eða 4-4-1-1 í fyrsta leik,“ segir Svíinn en bætir við: „Ég hef líka áhuga á að spila með þriggja manna miðvarðalínu því við erum með mikið af miðvörðum en færri bakverði. Það er eitthvað sem ég er að hugsa núna. Ég vil ekki byrja á því núna samt.“ Hamrén vill koma Íslandi á EM 2020. Það er stóri draumurinn. Það verður erfitt, sérstaklega ef meiðslin halda áfram að hrannast upp. „Draumur minn núna er að komast á þriðja stórmótið á röð og komast á EM 2020. Það er líka það sem að íslenska sambandið vill. Við vitum að þetta verður erfitt. Stærri þjóðir en Ísland hafa átt í vandræðum með að komast á stórmót undanfarið en ég held að við getum það,“ segir Hamrén.Það er fallegt í Schruns á þessum árstíma.mynd/ksíKeppt við gullkynslóðina Íslenska liðið er orðið ansi gamalt en yngri menn eru farnir að banka laust á dyrnar. Því miður fyrir Hamrén fékk hann enga vináttuleiki til að gefa ungum puttum séns en þeir munu fá sín tækifæri. Aðalatriðið er að vera nógu góður til að spila fyrir Ísland. „Það er gott fyrir landslið þegar að yngri menn koma upp en minni lið eins og Ísland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð fá ekki menn jafnhratt upp til að fylla í stöðurnar. Stundum koma upp góðir árgangar en svo koma kannski nokkur ár þar sem minna gerist. Þetta er eitthvað sem að við þurfum að sætta okkur við,“ segir Hamrén. „Það skiptir mig engu máli hvort að leikmaður sé 37 ára eða 17 ára ef hann er nógu góður. Ef við hefðum fengið vináttuleiki fyrst hefðum við kannski prófað einhverja unga leikmenn. Þessir ungu strákar þurfa samt líka að vera að spila reglulega og standa sig vel. Þessir strákar eru að berjast um sæti við gullkynslóðina,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. 3. september 2018 20:15 Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. 3. september 2018 20:15
Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45