Boltinn inni hjá Björgvin í sögulegum VAR-dómi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2018 12:00 Björgvin Páll Gústavsson var nálægt því að verja skotið. vísir/getty Myndbandstækni var notuð í fyrsta sinn til að snúa við dómum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina þegar að Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG mættu Björgvini Páli Gústavssyni og félögum hans í Danmerkurmeistaraliði Skjern á heimavelli. Enginn aukadómari kom í raun nálægt ákvörðuninni því dönsku dómararnir gerðu það sama og íslenskir körfuboltadómarar hafa gert um langa hríð og röltu út að hliðarlínu og horfðu á atvikið aftur. Spænski leikmaðurinn Josef Pujol var sá fyrsti til að lenda í þessu VAR-i þegar að hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á norska landsliðsmanninum Bjarthe Myrhol í hraðaupphlaupi.Use of video as referee assistance (VAR) was used for the first time ever in the Danish League tonight. Two episodes of the match between GOG and Skjern (red card? & goal/no goal?) were examined.#handball#herreligaenpic.twitter.com/nRGeJO2dhR — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 2, 2018 Það var svo á 48. mínútu sem að dómararnir vildu athuga hvort að boltinn væri inni þegar að Björgvin Páll Gústavsson, sem gekk í raðir Skjern frá Haukum í sumar, virtist ná að verja skot hornamannsins Emils Jakobsen. Eftir að dómararnir voru búnir að skoða atvikið, reyndar án marklínutækni, dæmdu þeir mark og GOG jafnaði leikinn í 26-26. GOG fór með glæsilegan sigur á endanum, 35-34. Óðinn Þór Ríkharðsson, sem var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars ellefu mörk á móti Flensburg, setti fjögur mörk fyrir GOG en Björgvin Páll Gústavsson varði átta skot og var með 33 prósent hlutfallsvörslu. Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Myndbandstækni var notuð í fyrsta sinn til að snúa við dómum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina þegar að Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG mættu Björgvini Páli Gústavssyni og félögum hans í Danmerkurmeistaraliði Skjern á heimavelli. Enginn aukadómari kom í raun nálægt ákvörðuninni því dönsku dómararnir gerðu það sama og íslenskir körfuboltadómarar hafa gert um langa hríð og röltu út að hliðarlínu og horfðu á atvikið aftur. Spænski leikmaðurinn Josef Pujol var sá fyrsti til að lenda í þessu VAR-i þegar að hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á norska landsliðsmanninum Bjarthe Myrhol í hraðaupphlaupi.Use of video as referee assistance (VAR) was used for the first time ever in the Danish League tonight. Two episodes of the match between GOG and Skjern (red card? & goal/no goal?) were examined.#handball#herreligaenpic.twitter.com/nRGeJO2dhR — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 2, 2018 Það var svo á 48. mínútu sem að dómararnir vildu athuga hvort að boltinn væri inni þegar að Björgvin Páll Gústavsson, sem gekk í raðir Skjern frá Haukum í sumar, virtist ná að verja skot hornamannsins Emils Jakobsen. Eftir að dómararnir voru búnir að skoða atvikið, reyndar án marklínutækni, dæmdu þeir mark og GOG jafnaði leikinn í 26-26. GOG fór með glæsilegan sigur á endanum, 35-34. Óðinn Þór Ríkharðsson, sem var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars ellefu mörk á móti Flensburg, setti fjögur mörk fyrir GOG en Björgvin Páll Gústavsson varði átta skot og var með 33 prósent hlutfallsvörslu.
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira