Yfirlýsing frá Valsmönnum: „Áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 17:43 Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik Vals og Stjörnunnar fyrr í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum í dag. Í yfirlýsingunni lýsa Valsmenn yfir áhyggjum af dómgreindarleysi KSÍ. Forsaga málsins eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik KA og Vals í Pepsi deild karla í gær. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli.Vísir hafði í morgun samband við Kristinn Jakobsson, formann dómaranefndar KSÍ. Kristinn sagði ásakanir Ólafs alvarlegar og að framkvæmdarstjóri KSÍ myndi líklega skoða ummælin. Í yfirlýsingunni sem knattspyrnudeild Vals setti á Twitter í dag er sagt að Einar Ingi sé „yfirlýstur Stjörnumaður“ sem hafi leikið marga leiki í meistaraflokki Stjörnunnar og KFG, venslafélagi Stjörnunnar. „Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilega stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stjarnan og Valur eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir eru Valsmenn með eins stigs forystu á Stjörnuna. Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals: #valurfotbolti#valur#pepsideildin#pepsimörkin#fotboltinetrt#fotboltinet#433_ispic.twitter.com/ACojaSXoun — ValurFotbolti (@Valurfotbolti) September 3, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00 Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum í dag. Í yfirlýsingunni lýsa Valsmenn yfir áhyggjum af dómgreindarleysi KSÍ. Forsaga málsins eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik KA og Vals í Pepsi deild karla í gær. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli.Vísir hafði í morgun samband við Kristinn Jakobsson, formann dómaranefndar KSÍ. Kristinn sagði ásakanir Ólafs alvarlegar og að framkvæmdarstjóri KSÍ myndi líklega skoða ummælin. Í yfirlýsingunni sem knattspyrnudeild Vals setti á Twitter í dag er sagt að Einar Ingi sé „yfirlýstur Stjörnumaður“ sem hafi leikið marga leiki í meistaraflokki Stjörnunnar og KFG, venslafélagi Stjörnunnar. „Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilega stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stjarnan og Valur eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir eru Valsmenn með eins stigs forystu á Stjörnuna. Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals: #valurfotbolti#valur#pepsideildin#pepsimörkin#fotboltinetrt#fotboltinet#433_ispic.twitter.com/ACojaSXoun — ValurFotbolti (@Valurfotbolti) September 3, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00 Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00
Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00