Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2018 20:30 Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins. Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins.
Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00