Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 22:22 Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinson sjúkdómnum og starfaði áður við Duke-háskólasjúkrahúsið. Anna og eiginmaður hennar Martin Ingi Sigurðsson, svæfinga og gjörgæslulæknir eru nú flutt til landsins. Mynd/Aðsend Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga. Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga.
Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50