Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2018 07:30 Stelpurnar þurfa góðan leik á móti Tékklandi á morgun. Vísir/Daníel Íslenska kvennalandsliðið gat tryggt sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn með sigri á Þýskalandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Það gekk ekki eftir, Þjóðverjar unnu 0-2 sigur og fara beint á HM í Frakklandi á næsta ári nema þeir vinni ekki Færeyinga á morgun. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi í Wiesbaden, 2-3. En að vinna Þjóðverja tvisvar í sömu undankeppni er eins og vinna tvisvar í lottóinu í sama mánuði. Verkefnið var ærið þrátt fyrir góðan stuðning rúmlega 9.600 manns sem lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn og slógu metið yfir fjölda áhorfenda á kvennalandsleik á Íslandi. Þjóðverjar lágu betur við höggi í fyrri leiknum á síðasta ári en þeir gerðu á laugardaginn. Þá voru þeir sterkari aðilinn og spiluðu miklu betur en í fyrri leiknum. Einbeitingin var meiri, spilið gekk betur og þýska liðið nálgaðist verkefnið allt öðruvísi. „Þetta var virkilega flott frammistaða, við lentum í örlitlum vandræðum á fyrstu mínútum leiksins en eftir það þá fannst mér við stýra leiknum," sagði Horst Hrubesch, þjálfari Þýskalands, við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við héldum áfram og náðum inn öðru marki en ég verð að hrósa íslenska liðinu sem gafst ekki upp og hélt áfram að berjast allt þar leikurinn var flautaður af."Dagnýjar saknað Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega, náði nokkrum fínum pressuköflum og þjarmaði að gestunum með löngum innköstum Sifjar Atladóttur. En færin komu ekki og sóknarleikurinn var bitlaus. Dagnýjar Brynjarsdóttur var sárt saknað en hún skoraði tvö mörk í fyrri leiknum. Elín Metta Jensen, sem var einnig á skotskónum í leiknum í Wiesbaden, sat allan tímann á varamannabekknum á laugardaginn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í undankeppninni. Hún var í erfiðu hlutverki og mjög einmana í fremstu víglínu. Svava Rós Guðmundsdóttir, sem hefur skorað grimmt í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, kom inn á fyrir Berglindi eftir rúman klukkutíma en fékk eins og hún úr litlu að moða. Smám saman náði þýska liðið betri tökum á leiknum og þrýsti því íslenska aftar á völlinn. Fyrsta hættan skapaðist á 12. mínútu þegar Sara Däbritz átti skot í slá íslenska marksins. Tveimur mínútum síðar átti Hallbera Gísladóttir skot framhjá eftir langt innkast Sifjar. Eftir tæpan hálftíma átti Selma Sól Magnúsdóttir svo fínt skot sem Almuth Schult varði. Hún átti annars frekar náðugan dag í þýska markinu.Sif stóð upp úr Þótt gestirnir væru meira með boltann komu Íslendingar í veg fyrir að þeir sköpuðu sér hættuleg færi. Sif bar af í íslenska liðinu í leiknum á laugardaginn og bjargaði margoft þar sem leikskilningur hennar skein í gegn. Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig ágætan leik í íslensku vörninni. Pressa Þjóðverja bar árangur á 42. mínútu þegar Svenja Huth skoraði með skoti af stuttu færi eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir varði skot Melanie Leupolz en hélt ekki boltanum. Eftir markið átti Sara Björk Gunnarsdóttir skot beint á Schult eftir langt innkast Sifjar. Þjóðverjar brunuðu í sókn og Alexandra Popp, samherji Söru hjá Wolfsburg, skallaði rétt framhjá íslenska markinu úr dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í skallabaráttu við Þjóðverja.Vísir/DaníelSterkir Þjóðverjar Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og annað markið lá í loftinu. Sara Däbritz skoraði á 50. mínútu en markið var dæmt af vegna brots á Guðbjörgu. Íslenska liðið þraukaði og var nálægt því að jafna metin á 57. mínútu. Fanndís Friðriksdóttir átti þá góðan sprett og skot í varnarmann. Hún fékk boltann aftur og átti skot rétt framhjá. Þetta reyndist síðasta tækifæri Íslands í leiknum. Á 74. mínútu skoraði Huth sitt annað mark og annað mark Þýskalands eftir laglega sókn og sendingu frá Carolin Simon. Fátt markvert gerðist eftir markið og Þjóðverjar lönduðu sanngjörnum sigri.Sýndu styrk sinn „Mér fannst leikskipulagið bara halda vel lungann úr leiknum og þær voru ekki að skapa mörg færi," sagði Guðbjörg við Fréttablaðið. „Þær voru hins vegar klárlega sterkari aðilinn og sigur þeirra var sanngjarn. Leikmenn þýska liðsins sýndu það hvers þær eru megnugar og við náðum ekki að herja nógu mikið á þær. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að mæta heimsklassa liði og ekkert óeðlilegt að leikurinn skyldi þróast svona."Vísir/DaníelMega ekki tapa á morgun Ef Ísland vinnur Tékkland á morgun eru yfirgnæfandi líkur á því að liðið komist í umspil um sæti á HM. Til að sigur á Tékkum dugi ekki þarf allt að falla gegn Íslendingum í öðrum riðlum. Jafntefli gegn Tékklandi gæti dugað til að komast í umspilið en þá má Belgía ekki vinna Ítalíu í riðli 6. Öruggasta leiðin er hins vegar að vinna Tékka. Það verður þó enginn hægðarleikur eins og íslenska liðið komst að í fyrri leiknum í undankeppninni sem endaði með 1-1 jafntefli. Tapi Íslandi á morgun er möguleikinn á HM-sæti úr sögunni. Fjögur lið komast í umspil um síðasta lausa sætið úr Evrópuhluta undankeppninnar. Dregið verður í umspilið sjöunda þessa mánaðar. Liðin sem dragast saman mætast heima og að heiman í byrjun október. Sigurvegararnir úr einvígunum tveimur mætast svo í tveimur leikjum í nóvember. Og liðið sem hefur betur verður síðasta Evrópuþjóðin til að tryggja sér sæti á HM. Leiðin í gegnum umspilið er því allt annað en greið. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið gat tryggt sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn með sigri á Þýskalandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Það gekk ekki eftir, Þjóðverjar unnu 0-2 sigur og fara beint á HM í Frakklandi á næsta ári nema þeir vinni ekki Færeyinga á morgun. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi í Wiesbaden, 2-3. En að vinna Þjóðverja tvisvar í sömu undankeppni er eins og vinna tvisvar í lottóinu í sama mánuði. Verkefnið var ærið þrátt fyrir góðan stuðning rúmlega 9.600 manns sem lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn og slógu metið yfir fjölda áhorfenda á kvennalandsleik á Íslandi. Þjóðverjar lágu betur við höggi í fyrri leiknum á síðasta ári en þeir gerðu á laugardaginn. Þá voru þeir sterkari aðilinn og spiluðu miklu betur en í fyrri leiknum. Einbeitingin var meiri, spilið gekk betur og þýska liðið nálgaðist verkefnið allt öðruvísi. „Þetta var virkilega flott frammistaða, við lentum í örlitlum vandræðum á fyrstu mínútum leiksins en eftir það þá fannst mér við stýra leiknum," sagði Horst Hrubesch, þjálfari Þýskalands, við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við héldum áfram og náðum inn öðru marki en ég verð að hrósa íslenska liðinu sem gafst ekki upp og hélt áfram að berjast allt þar leikurinn var flautaður af."Dagnýjar saknað Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega, náði nokkrum fínum pressuköflum og þjarmaði að gestunum með löngum innköstum Sifjar Atladóttur. En færin komu ekki og sóknarleikurinn var bitlaus. Dagnýjar Brynjarsdóttur var sárt saknað en hún skoraði tvö mörk í fyrri leiknum. Elín Metta Jensen, sem var einnig á skotskónum í leiknum í Wiesbaden, sat allan tímann á varamannabekknum á laugardaginn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í undankeppninni. Hún var í erfiðu hlutverki og mjög einmana í fremstu víglínu. Svava Rós Guðmundsdóttir, sem hefur skorað grimmt í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, kom inn á fyrir Berglindi eftir rúman klukkutíma en fékk eins og hún úr litlu að moða. Smám saman náði þýska liðið betri tökum á leiknum og þrýsti því íslenska aftar á völlinn. Fyrsta hættan skapaðist á 12. mínútu þegar Sara Däbritz átti skot í slá íslenska marksins. Tveimur mínútum síðar átti Hallbera Gísladóttir skot framhjá eftir langt innkast Sifjar. Eftir tæpan hálftíma átti Selma Sól Magnúsdóttir svo fínt skot sem Almuth Schult varði. Hún átti annars frekar náðugan dag í þýska markinu.Sif stóð upp úr Þótt gestirnir væru meira með boltann komu Íslendingar í veg fyrir að þeir sköpuðu sér hættuleg færi. Sif bar af í íslenska liðinu í leiknum á laugardaginn og bjargaði margoft þar sem leikskilningur hennar skein í gegn. Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig ágætan leik í íslensku vörninni. Pressa Þjóðverja bar árangur á 42. mínútu þegar Svenja Huth skoraði með skoti af stuttu færi eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir varði skot Melanie Leupolz en hélt ekki boltanum. Eftir markið átti Sara Björk Gunnarsdóttir skot beint á Schult eftir langt innkast Sifjar. Þjóðverjar brunuðu í sókn og Alexandra Popp, samherji Söru hjá Wolfsburg, skallaði rétt framhjá íslenska markinu úr dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í skallabaráttu við Þjóðverja.Vísir/DaníelSterkir Þjóðverjar Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og annað markið lá í loftinu. Sara Däbritz skoraði á 50. mínútu en markið var dæmt af vegna brots á Guðbjörgu. Íslenska liðið þraukaði og var nálægt því að jafna metin á 57. mínútu. Fanndís Friðriksdóttir átti þá góðan sprett og skot í varnarmann. Hún fékk boltann aftur og átti skot rétt framhjá. Þetta reyndist síðasta tækifæri Íslands í leiknum. Á 74. mínútu skoraði Huth sitt annað mark og annað mark Þýskalands eftir laglega sókn og sendingu frá Carolin Simon. Fátt markvert gerðist eftir markið og Þjóðverjar lönduðu sanngjörnum sigri.Sýndu styrk sinn „Mér fannst leikskipulagið bara halda vel lungann úr leiknum og þær voru ekki að skapa mörg færi," sagði Guðbjörg við Fréttablaðið. „Þær voru hins vegar klárlega sterkari aðilinn og sigur þeirra var sanngjarn. Leikmenn þýska liðsins sýndu það hvers þær eru megnugar og við náðum ekki að herja nógu mikið á þær. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að mæta heimsklassa liði og ekkert óeðlilegt að leikurinn skyldi þróast svona."Vísir/DaníelMega ekki tapa á morgun Ef Ísland vinnur Tékkland á morgun eru yfirgnæfandi líkur á því að liðið komist í umspil um sæti á HM. Til að sigur á Tékkum dugi ekki þarf allt að falla gegn Íslendingum í öðrum riðlum. Jafntefli gegn Tékklandi gæti dugað til að komast í umspilið en þá má Belgía ekki vinna Ítalíu í riðli 6. Öruggasta leiðin er hins vegar að vinna Tékka. Það verður þó enginn hægðarleikur eins og íslenska liðið komst að í fyrri leiknum í undankeppninni sem endaði með 1-1 jafntefli. Tapi Íslandi á morgun er möguleikinn á HM-sæti úr sögunni. Fjögur lið komast í umspil um síðasta lausa sætið úr Evrópuhluta undankeppninnar. Dregið verður í umspilið sjöunda þessa mánaðar. Liðin sem dragast saman mætast heima og að heiman í byrjun október. Sigurvegararnir úr einvígunum tveimur mætast svo í tveimur leikjum í nóvember. Og liðið sem hefur betur verður síðasta Evrópuþjóðin til að tryggja sér sæti á HM. Leiðin í gegnum umspilið er því allt annað en greið.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira