Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2018 14:00 Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli í heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Fyrirkomulagið er með þessum hætti þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.Frá Blóðbankanum.Fyrirkomulagið hérlendis er reglulega gagnrýnt og segir heilbrigðisráðherra mögulegar breytingar til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég er að láta skoða það mál og ekki síst í ljósi þess að það urðu breytingar í Danmörku nú á dögunum. Ég hef verið að láta skoða þetta mál alveg frá því að ég tók við embætti, eða mjög snemma á þessu ári," segir Svandís Svavarsdóttir Hún segir niðurstöðu væntanlega í málið. „Ég vænti þess að við sjáum til lands í þessu og að það fæðist einhver ákvörðun á næstu vikum og mánuðum í þeim efnum. Ég er að skoða þetta bæði í samstarfi við sóttvarnarlækni og Blóðbankann," segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli í heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Fyrirkomulagið er með þessum hætti þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.Frá Blóðbankanum.Fyrirkomulagið hérlendis er reglulega gagnrýnt og segir heilbrigðisráðherra mögulegar breytingar til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég er að láta skoða það mál og ekki síst í ljósi þess að það urðu breytingar í Danmörku nú á dögunum. Ég hef verið að láta skoða þetta mál alveg frá því að ég tók við embætti, eða mjög snemma á þessu ári," segir Svandís Svavarsdóttir Hún segir niðurstöðu væntanlega í málið. „Ég vænti þess að við sjáum til lands í þessu og að það fæðist einhver ákvörðun á næstu vikum og mánuðum í þeim efnum. Ég er að skoða þetta bæði í samstarfi við sóttvarnarlækni og Blóðbankann," segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent