Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2018 08:00 Hua Chunying, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, hafnaði ásökununum í gær. Vísir/Getty Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira