Helga leysir Bjarna af Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 21:24 Helga Jónsdóttir var varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010-2011. Mynd/OR Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. Í tilkynningu segir að Helga verði starfandi forstjóri um tveggja mánaða skeið, frá næsta mánudegi. Jafnframt samþykkti stjórnin formlega að ráðast í þá úttekt sem einhugur er um að fara þurfi í. Í tilkynningu frá OR segir að stjórn samþykkti samhljóða að verða við ósk Bjarna um að stíga til hliðar og að Helga verði starfandi forstjóri um tveggja mánaða skeið, frá mánudeginum 24. september. „Helga hefur gegnt ýmsum opinberum stjórnunarstörfum, verið borgarritari, ráðuneytisstjóri, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og nú síðast stjórnarmaður í ESA, Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Hún lét af því starfi í lok árs 2017. Helga var varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010-2011.Óháð úttekt Fyrir fundi stjórnar lá einnig tillaga um að ráðast í óháða úttekt á vinnustaðarmenningu hjá OR og tilteknum starfsmannamálum sem verið hafa til umræðu. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun vinna úttektina með utanaðkomandi sérfræðingum á þessu sviði. Var stjórnarformanni falið að ganga frá endanlegu samkomulagi þar um. Úttektin verður tvíþætt; annars vegar á vinnustaðarmenningu og hinsvegar á þeim starfsmannamálum sem verið hafa í umræðu. Niðurstöður hennar eiga að liggja fyrir innan þeirra tveggja mánaða sem settur forstjóri er ráðinn til,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar OR, að fyrirtækið sé að glíma við vanda sem finnist víða, það er áreitni á vinnustöðum. „Nú tel ég að forsendur hafi skapast fyrir því hér hjá Orkuveitu Reykjavíkur að trúverðug og óháð úttekt verði gerð. Þannig geti starfsmenn fyrirtækisins og eigendur þess treyst því að staða mála hjá OR verði skýrð og öll tækifæri til úrbóta nýtt. Ég er mjög þakklát stjórninni fyrir að taka svo skjótt og með afgerandi hætti á þeim erfiðu verkefnum sem við okkur blasa og Bjarna Bjarnasyni fyrir að skapa svigrúm fyrir þá nauðsynlegu vinnu sem nú er framundan. Með Helgu höfum við fengið afar traustan einstakling til að halda utan um vinnustaðinn í fjarveru Bjarna. Það er mikilvægt að stjórnin var samhljóða um hennar ráðningu,“ segir Brynhildur. Vistaskipti Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. Í tilkynningu segir að Helga verði starfandi forstjóri um tveggja mánaða skeið, frá næsta mánudegi. Jafnframt samþykkti stjórnin formlega að ráðast í þá úttekt sem einhugur er um að fara þurfi í. Í tilkynningu frá OR segir að stjórn samþykkti samhljóða að verða við ósk Bjarna um að stíga til hliðar og að Helga verði starfandi forstjóri um tveggja mánaða skeið, frá mánudeginum 24. september. „Helga hefur gegnt ýmsum opinberum stjórnunarstörfum, verið borgarritari, ráðuneytisstjóri, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og nú síðast stjórnarmaður í ESA, Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Hún lét af því starfi í lok árs 2017. Helga var varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010-2011.Óháð úttekt Fyrir fundi stjórnar lá einnig tillaga um að ráðast í óháða úttekt á vinnustaðarmenningu hjá OR og tilteknum starfsmannamálum sem verið hafa til umræðu. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun vinna úttektina með utanaðkomandi sérfræðingum á þessu sviði. Var stjórnarformanni falið að ganga frá endanlegu samkomulagi þar um. Úttektin verður tvíþætt; annars vegar á vinnustaðarmenningu og hinsvegar á þeim starfsmannamálum sem verið hafa í umræðu. Niðurstöður hennar eiga að liggja fyrir innan þeirra tveggja mánaða sem settur forstjóri er ráðinn til,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar OR, að fyrirtækið sé að glíma við vanda sem finnist víða, það er áreitni á vinnustöðum. „Nú tel ég að forsendur hafi skapast fyrir því hér hjá Orkuveitu Reykjavíkur að trúverðug og óháð úttekt verði gerð. Þannig geti starfsmenn fyrirtækisins og eigendur þess treyst því að staða mála hjá OR verði skýrð og öll tækifæri til úrbóta nýtt. Ég er mjög þakklát stjórninni fyrir að taka svo skjótt og með afgerandi hætti á þeim erfiðu verkefnum sem við okkur blasa og Bjarna Bjarnasyni fyrir að skapa svigrúm fyrir þá nauðsynlegu vinnu sem nú er framundan. Með Helgu höfum við fengið afar traustan einstakling til að halda utan um vinnustaðinn í fjarveru Bjarna. Það er mikilvægt að stjórnin var samhljóða um hennar ráðningu,“ segir Brynhildur.
Vistaskipti Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00