Íhuga að byggja Trump-virki í Póllandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 15:49 Andrzej Duda og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma. Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma.
Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira