Tækifærin í markvissri markaðssókn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 19. september 2018 14:09 Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun