Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 11:00 Pistill Halldórs birtist fyrst á Moggablogginu hans í gær. „Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann. Bandaríkin MeToo Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
„Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira