Segir Daniel Sturridge vera 50 milljóna punda framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:00 Daniel Sturridge fagnar marki sínu í gærkvöldi. Vísir/Getty Daniel Sturridge nýtti vel sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gærkvöldi með því að skora fyrsta mark liðsins í 3-2 sigri á Paris Saint-Germain. Sturridge kom inn í liðið fyrir Brasilíumanninn Roberto Firmino sem var að jafna sig eftir augnapot Jan um helgina. Firmino kom síðan inná fyrir Sturridge og skoraði sigurmark Liverpool í leiknum. Innkoma Daniel Sturridge í byrjunarliðið í gær er aftur á móti enn eitt dæmið um þá miklu breidd sem býr nú í Liverpool-liðinu. Stephen Warnock, nú knattspyrnuspekingur hjá BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool, ræddi leikmanninn Daniel Sturridge á BBC Radio 5 live. Warnock er á því að Daniel Sturridge verði að fá stórt hlutverk á tímabilinu ætli Liverpool að berjast um titla á mörgum vígstöðum. „Hann er kannski ekki eins vinnusamur án bolta og Roberto Firmino en hann kemur um leið með eitthvað annað inn í liðið. Þegar hann fær boltann þá geta hlutirnir gerst alveg eins og þegar Firmino fær hann,“ sagði Stephen Warnock.Is Daniel Sturridge a £50m player? Stephen Warnock thinks so. Read: https://t.co/hVGFAKVYk0pic.twitter.com/5aVFST8cwC — BBC Sport (@BBCSport) September 19, 2018Daniel Sturridge hefur misst mikið úr á síðustu tímabilum vegna meiðsla og margir voru búnir að afskrifa hann eða bjuggust við því að Jürgen Klopp myndi selja hann í sumar. Sturridge átti hins vegar frábært undirbúningstímabil og hefur nú stimplað sig inn á tímabilinu sjálfu. „Jürgen Klopp vildi sjá á undirbúningstímabilinu hvort Daniel væri heill og hungraður og hugarfar hans var hárrétt. Ég sá mikið af leikjunum á undirbúningstímabilinu og Daniel Sturridge spilaði mjög vel,“ sagði Warnock. „Það er þess vegna að Klopp gaf honum hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan í nóvember 2017. Þú lítur ekkert framhjá Daniel þegar hann er heill og klár í slaginn. Við erum að tala um 50 milljóna punda framherja því hann er mögulega heimsklassa framherji,“ sagði Warnock. Það má sjá markið hans á móti PSG í gær hér fyrir neðan.„Það er auðvitað líka mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt í liðinu því ef að þeir Sadio Mane, Firmino og Mohamed Salah eru allir klárir þá munu þeir spila flesta leikina. Allir leikmenn þurfa aftur á móti einhverja hvíld þegar liðið er á fullu í Evrópukeppninni líka og það koma leikir þar sem liðið þarf að treysta á Daniel Sturridge,“ sagði Warnock. „Salah sem dæmi lítur ekki út fyrir að vera 100 prósent núna. Hann virkaði þreyttur síðustu 20 til 25 mínúturnar á móti PSG. Þar var því tækifæri fyrir Xherdan Shaqiri að koma inn og sýna sig og sanna,“ sagði Warnock. „Leikmennirnir sem Liverpool fékk í sumar er stór hluti ástæðunnar að ég tel að liðið geti gert betur í Meistaradeildinni en í fyrra þegar þeir urðu í öðru sæti. Leikmennirnir sem voru í fyrra geta nú litið í kringum sig í klefanum og séð að liðið er með betri leikmenn en í fyrra,“ sagði Warnock. „Sturridge er auðvitað ekki nýr leikmaður en það er svo sjaldgæft að hann sé heill og í formi að það er alveg eins og hann sé nýr leikmaður. Klopp tók vel á móti honum með stóru faðmlagi á hliðarlínunni og hrósaði honum síðan mikið á blaðamannafundinum eftir leik. Allt þetta mun gefa Sturridge mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Warnock en það má lesa allan pistilinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Daniel Sturridge nýtti vel sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gærkvöldi með því að skora fyrsta mark liðsins í 3-2 sigri á Paris Saint-Germain. Sturridge kom inn í liðið fyrir Brasilíumanninn Roberto Firmino sem var að jafna sig eftir augnapot Jan um helgina. Firmino kom síðan inná fyrir Sturridge og skoraði sigurmark Liverpool í leiknum. Innkoma Daniel Sturridge í byrjunarliðið í gær er aftur á móti enn eitt dæmið um þá miklu breidd sem býr nú í Liverpool-liðinu. Stephen Warnock, nú knattspyrnuspekingur hjá BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool, ræddi leikmanninn Daniel Sturridge á BBC Radio 5 live. Warnock er á því að Daniel Sturridge verði að fá stórt hlutverk á tímabilinu ætli Liverpool að berjast um titla á mörgum vígstöðum. „Hann er kannski ekki eins vinnusamur án bolta og Roberto Firmino en hann kemur um leið með eitthvað annað inn í liðið. Þegar hann fær boltann þá geta hlutirnir gerst alveg eins og þegar Firmino fær hann,“ sagði Stephen Warnock.Is Daniel Sturridge a £50m player? Stephen Warnock thinks so. Read: https://t.co/hVGFAKVYk0pic.twitter.com/5aVFST8cwC — BBC Sport (@BBCSport) September 19, 2018Daniel Sturridge hefur misst mikið úr á síðustu tímabilum vegna meiðsla og margir voru búnir að afskrifa hann eða bjuggust við því að Jürgen Klopp myndi selja hann í sumar. Sturridge átti hins vegar frábært undirbúningstímabil og hefur nú stimplað sig inn á tímabilinu sjálfu. „Jürgen Klopp vildi sjá á undirbúningstímabilinu hvort Daniel væri heill og hungraður og hugarfar hans var hárrétt. Ég sá mikið af leikjunum á undirbúningstímabilinu og Daniel Sturridge spilaði mjög vel,“ sagði Warnock. „Það er þess vegna að Klopp gaf honum hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan í nóvember 2017. Þú lítur ekkert framhjá Daniel þegar hann er heill og klár í slaginn. Við erum að tala um 50 milljóna punda framherja því hann er mögulega heimsklassa framherji,“ sagði Warnock. Það má sjá markið hans á móti PSG í gær hér fyrir neðan.„Það er auðvitað líka mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt í liðinu því ef að þeir Sadio Mane, Firmino og Mohamed Salah eru allir klárir þá munu þeir spila flesta leikina. Allir leikmenn þurfa aftur á móti einhverja hvíld þegar liðið er á fullu í Evrópukeppninni líka og það koma leikir þar sem liðið þarf að treysta á Daniel Sturridge,“ sagði Warnock. „Salah sem dæmi lítur ekki út fyrir að vera 100 prósent núna. Hann virkaði þreyttur síðustu 20 til 25 mínúturnar á móti PSG. Þar var því tækifæri fyrir Xherdan Shaqiri að koma inn og sýna sig og sanna,“ sagði Warnock. „Leikmennirnir sem Liverpool fékk í sumar er stór hluti ástæðunnar að ég tel að liðið geti gert betur í Meistaradeildinni en í fyrra þegar þeir urðu í öðru sæti. Leikmennirnir sem voru í fyrra geta nú litið í kringum sig í klefanum og séð að liðið er með betri leikmenn en í fyrra,“ sagði Warnock. „Sturridge er auðvitað ekki nýr leikmaður en það er svo sjaldgæft að hann sé heill og í formi að það er alveg eins og hann sé nýr leikmaður. Klopp tók vel á móti honum með stóru faðmlagi á hliðarlínunni og hrósaði honum síðan mikið á blaðamannafundinum eftir leik. Allt þetta mun gefa Sturridge mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Warnock en það má lesa allan pistilinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira