Katrín Tanja selur miðbæjarslotið Benedikt Bóas skrifar 19. september 2018 08:00 Katrín vill búa nær Annie Mist. vísir/getty CrossFitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett íbúð sína á Lindargötu 39 á sölu og var opið hús hjá henni í gær. Katrín Tanja setur 69,5 milljónir á íbúðina en hún er á sjöttu hæð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir miðbæinn. Íbúðin er skráð alls 98 fermetrar, þar af er um átta fermetra sérgeymsla í sameign. Að sjálfsögðu fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í lýsingunni á fasteignavef Fréttablaðsins kemur fram að í húsinu séu alls 36 íbúðir en á hæðinni þar sem Katrín Tanja hefur hreiðrað um sig séu fjórar íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi og þvottahús.Katrín lét sérsmíða innréttingar hjá GKS trésmiðju og er íbúð hennar loftræst með vélrænu útsogi og innblæstri á upphituðu lofti. Full lofthæð er fyrir Katrínu um það bil 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Katrín Tanja er með rúmar 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og deilir oft því sem hún borðar enda borða trúlega fáir hollara fæði en hún. Það kemur því ekki á óvart að hún sé með Miele-tæki, bæði spanhelluborð og ofn í vinnuhæð.Katrín keypti íbúðina í janúar í fyrra og birti mynd af sér á Instagram þegar hún kom í fyrsta sinn í íbúðina. Sagði hún við það tilefni að allir hennar nánustu hefðu komið með sér enda gæti hún ekki ákveðið íbúðarkaup svona alein. Hún hefði þó fallið strax fyrir íbúðinni enda einstök kvöldsól á svölunum og útsýni yfir miðborgina.En nú er miðbæjarástinni lokið. Katrín auglýsti íbúðina sína á samfélagsmiðlinum í gær og sagðist vilja búa við hliðina á Annie Mist Þórisdóttur. Hún býr í Kópavogi og fetar Katrín Tanja því í fótspor margra ungra Reykvíkinga. Sem flýja borgina. Hér að neðan má sjá Katrínu Tönju þegar hún keypti íbúðina. View this post on Instagram M O M E N T S Buying my first apartment back in january !! This was the first time I went to look at it .. I had EVERYONE come with me. I needed my best friends there, my mom, my grandpa & my siblings also came. I thought it was such a grownup decision & I was like no way I can decide on my own hehe - BUT when I walked into this one it was suuuuch a beautiful evening & the sunset over Reykjavik .. - Big bonus: no time to go walk downtown & get a cup of coffeeeee hehe me & my grandma always said let's go downtown & show ourselves & see others A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Dec 20, 2017 at 3:55am PST Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
CrossFitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett íbúð sína á Lindargötu 39 á sölu og var opið hús hjá henni í gær. Katrín Tanja setur 69,5 milljónir á íbúðina en hún er á sjöttu hæð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir miðbæinn. Íbúðin er skráð alls 98 fermetrar, þar af er um átta fermetra sérgeymsla í sameign. Að sjálfsögðu fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í lýsingunni á fasteignavef Fréttablaðsins kemur fram að í húsinu séu alls 36 íbúðir en á hæðinni þar sem Katrín Tanja hefur hreiðrað um sig séu fjórar íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi og þvottahús.Katrín lét sérsmíða innréttingar hjá GKS trésmiðju og er íbúð hennar loftræst með vélrænu útsogi og innblæstri á upphituðu lofti. Full lofthæð er fyrir Katrínu um það bil 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Katrín Tanja er með rúmar 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og deilir oft því sem hún borðar enda borða trúlega fáir hollara fæði en hún. Það kemur því ekki á óvart að hún sé með Miele-tæki, bæði spanhelluborð og ofn í vinnuhæð.Katrín keypti íbúðina í janúar í fyrra og birti mynd af sér á Instagram þegar hún kom í fyrsta sinn í íbúðina. Sagði hún við það tilefni að allir hennar nánustu hefðu komið með sér enda gæti hún ekki ákveðið íbúðarkaup svona alein. Hún hefði þó fallið strax fyrir íbúðinni enda einstök kvöldsól á svölunum og útsýni yfir miðborgina.En nú er miðbæjarástinni lokið. Katrín auglýsti íbúðina sína á samfélagsmiðlinum í gær og sagðist vilja búa við hliðina á Annie Mist Þórisdóttur. Hún býr í Kópavogi og fetar Katrín Tanja því í fótspor margra ungra Reykvíkinga. Sem flýja borgina. Hér að neðan má sjá Katrínu Tönju þegar hún keypti íbúðina. View this post on Instagram M O M E N T S Buying my first apartment back in january !! This was the first time I went to look at it .. I had EVERYONE come with me. I needed my best friends there, my mom, my grandpa & my siblings also came. I thought it was such a grownup decision & I was like no way I can decide on my own hehe - BUT when I walked into this one it was suuuuch a beautiful evening & the sunset over Reykjavik .. - Big bonus: no time to go walk downtown & get a cup of coffeeeee hehe me & my grandma always said let's go downtown & show ourselves & see others A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Dec 20, 2017 at 3:55am PST
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp