Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2018 06:00 Sex sinnum fleiri unglingar telja nú kannabisneyslu skaðlausa en jafnaldrar þeirra fyrir 20 árum vísir/getty Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.Engilbert Sigurðsson yfirlæknirRannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“ Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.Engilbert Sigurðsson yfirlæknirRannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“ Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira