Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 20:30 Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira