Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 15:21 Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. vísir/gva Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45