Tætir í sig „framsækna“ sáttatillögu Eyþórs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2018 10:41 Anna Sigrún segist ekki hafa verið í beinu sambandi við breska manninn enda sé kona hans sú virka í stuðningshópnum. Vísir/GVA Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.
Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira